Í gær voru sex skip á loðnuslóð austur og norðaustur af Kolbeinsey; Heimaey, Börkur, Bjarni Ólafsson, Venus, Víkingur og Svanur og Aðalsteinn Jónsson var á leið á miðin. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar er haft eftir Hálfdan Hálfdanarsyni, skipstjóra á Berki, að töluvert sjáist þar af loðnu, en hún standi djúpt og ekki sé hægt að veiða hana í nót.
„Hér væri örugglega hægt að ná góðum árangri í troll en það hefur ekki enn fengist heimild til slíkra veiða,“ sagði Hálfdan .