„Það er engin skynsemi í því að slíta bæði mannskap og tækjum til að ná í afla sem við fáum lítið fyrir á markaði,“ skrifar Svanur Guðmundsson, sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins, í aðsendri grein sem birt var í Morgunblaðinu í gær.
Hefur hann að undanförnu vakið athygli á því að hugsanlega kynni að að vera hægt að auka framlegð sjávarútvegsins í heild og minnka kostnað ef veidd yrði töluvert minni loðna en ráðlagt hámark Hafrannsóknastofnunar.