Þá segir hann takmarkaða vísindalega þekkingu leiða til þess að líffræðilegt varúðarsjónarmið endurspeglist í lægra aflamarki en gæti verið ef byggt væri á meiri þekkingu. Þá sé mikilvægt að ríkið efli rannsóknir og þjóðhagslegt mat á arðsemi fiskistofna fyrir þjóðarbúið.
„Þróun og vísindaleg nýsköpun hafa ef til vill verið full hæg hjá Hafrannsóknastofnun og fjárveitingar í grunnrannsóknir of litlar,“ fullyrðir Svanur.